NTC

Vantar nauðsynlega hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsið á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri

Erfitt reynist að ráða hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsið á Akureyri undanfarið en töluvert vantar af hjúkrunarfræðingum, allt að tíu stöðugildi. Þessu greinir Vikudagur frá en samkvæmt Hildigunni Svavarsdóttur, framkvæmdarstjóra hjúkrunar á Sak, þá er þetta ólíkt því sem þau hafa vanist en fram að þessu hafa flest stöðugildi verið uppfyllt. Sífellt færri sækja um auglýstar stöður og illa gengur að ráða í fastar stöður. Það hefur reynst þeim erfitt að manna afleysingastöður síðustu tvö ár vegna sumarleyfa, veikinda eða annarra fjarveru hjúkrunarfræðinga.

Alls eru um 185 hjúkrunarfræðingar starfandi á Sjúkrahúsinu á Akureyri í 135 stöðugildum. Meðalstarfshlutfall hjúkrunarfræðinga er 70% og því vantar á annan tug hjúkrunarfræðinga.

Framkvæmdastjórn SAk sendi nýlega frá sér ályktun þar sem þungum áhyggjum vegna stöðu hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum var lýst yfir. Mikilvægt sé að laða útskrifaða hjúkrunarfræðinga til starfa og hraða nýliðun hjúkrunarfræðinga til að bregðast við núverandi og fyrirsjáanlegum skorti á þeim.
Verði ekki gripið til viðhlítandi ráðstafana gæti sá skortur haft óæskileg áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga. Hildigunnur segir að launamál og starfsumhverfi spili stóran þátt í því að færri hjúkrunarfræðingar sæki um auglýstar stöður hjá SAk.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó