Framsókn

90 ár frá vígslu Kristneshælis

Kristnesspítali

Miðvikudaginn 1. nóvember næstkomandi eru 90 ár liðin frá vígslu Kristneshælis en það var  vígt þann dag árið 1927. Af þessu tilefni verður haldin afmælishátið að Kristnesi á miðvikudaginn sem hefst klukkan 13:00.

Í Kristnesi sem er í Eyjafjarðarsveit 10 km. sunnan Akureyrar eru endurhæfingardeild og öldrunarlækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Þar er einnig útibú frá Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga Íslands.  Kristnesspítali var sem fyrr segir tekinn í notkun árið 1927  og þá sem berklahæli.

Áætlað er að dagskránni ljúki klukkan 14:45 en að henni lokinni verður boðið til kaffisamsætis.

Í stórum dráttum er dagskráin sem hér segir:

·         Kl. 13:00-13:50 segja þau Brynjar Óttarsson og María
Pálsdóttir frá berklatímabilinu (1927-1970) og Pétur Halldórsson
fjallar um umhverfisáhrif í Kristnesi.

·         Kl. 13:50-14:30 segir Ingvar Þóroddsson í stuttu máli
frá starfseminni á árunum 1970-1990 en svo ítarlegar eftir það
til dagsins í dag. Hann mun einnig horfa til framtíðar.

·         Kl. 14:30 -14:45. Ávörp og afhending gjafa – en nú
þegar er vitað um margar veglegar gjafir sem stofnunin fær í
tilefni dagsins.

Sambíó

UMMÆLI