NTC

30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hrækja framan í lögreglumann á Akureyri

30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hrækja framan í lögreglumann á Akureyri

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt konu í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hrækja í andlit lögreglumanns á stigagangi á Akureyri sumarið 2020. Konan þarf einnig að greiða sakarkostnað í málinu, 33.726 krónur.

Málið var dómtekið 18. maí síðastliðinn eftir ákæru héraðssaksóknara, sem var dagsett 4. febrúar 2021, á hendur konunnar þar sem krafist var þess að sú ákærða yrði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Konan kom fyrir dóm og játaði sök samkvæmt ákæru og krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa.

„Með játningu hennar, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins, er nægilega sannað að hún hafi gerst sek um þá háttsemi sem í ákæru er lýst og þar er réttilega heimfærð til refsiákvæða. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. Sakaferill ákærðu hefur ekki áhrif við ákvörðun refsingar. Refsing hennar er ákveðin fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið, eins og nánar greinir í dómsorði. Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærða dæmd til greiðslu sakarkostnaðar, 33.726 krónur,“ segir í dómi Héraðdsóms.

Sambíó

UMMÆLI