Nýtt einkahlutafélag kemur til með að taka skíðasvæðið í Hlíðarfjalli í sína umsjá næstu 35-40 árin og stefnir að því að byggja það upp og markaðssetja það. Hugmyndin er að byggja upp heilsárs afþreyingarsvæði í fjallinu og að þar verði kláfur sem ferjar fólk upp fjallið og á toppnum verði hugsanlega reist hótel og veitingastaður. Arnór Þór Sigfússon, einn af forsvarsmönnum verkefnisins, segir að einnig sé verið að skoða hluti eins og hjólabrautir, reiðvegi og gönguvegi til viðbótar.
Hópurinn „Hlíðarfjall – alla leið“ fékk umboð bæjaryfirvalda til að vinna að stofnun undirbúningsfélags um uppbyggingu í fjallinu og nú verður formlega stofnað félagið Hlíðarhryggur ehf. á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar. Að félaginu Hlíðarhryggur ehf. standa Sannir landvættir, Íslensk verðbréf, Yrki Arkitektar, Akureyrarbær, Verkís og Umsýslufélagið Verðandi. Akureyrarbær og Verkís eru stærstu hluthafarnir með 25% eignahlut meðan aðrir eiga 12,5% í félaginu.
Sjá einnig:
UMMÆLI