130 stúdentar brautskráðir frá MA í dagTrausti Lúkas Adamsson Mynd: ma.is

130 stúdentar brautskráðir frá MA í dag

Alls voru 130 stúdentar brautskráðir úr Menntaskólanum á Akureyri í dag þegar skólanum var slitið í 141. sinn fyrr í dag, 17. júní. Brautskráningin fór fram í Íþróttahöllinni sem var skipt upp í sóttvarnarhólf og gestir gátu því verið viðstaddir. Nýstúdentarnir Eik Haraldsdóttir, Eva Líney Reykdal, Íris Orradóttir og Styrmir Traustason fluttu tvö tónlistaratriði.

Trausti Lúkas Adamsson er Dúx skólans í ár með 9,57 í meðaleinkunn og Margrét Unnur Ólafsdóttir er semidúx með 9,44. Fjölmargir nemendur fengu viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur.

Ítarlega umfjöllun um hátíðina má finna á vef Menntaskólans á Akureyri með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó