Heiða Hlín staðfestir endurkomu sína í Þór

Heiða Hlín staðfestir endurkomu sína í Þór

Körfuknattleiksdeild Þórs og Heiða Hlín Björnsdóttir hafa náð samkomulagi um að hún muni spila með Þór í 1. deildinni á komandi leiktíð. Þetta kemur fram á vef Þórs. Heiða lék síðast með Þór tímabilið 2017 til 2018 en þá var hún valin mikilvægasti leikmaður liðsins.

Í tilkynningu á vef Þórs segir að Heiða Hlín sé ein af betri körfuboltakonum sem komið hafa upp úr yngri flokkum Þórs. Heiða gekk til liðs við Snæfell árið 2018 en síðustu tvö tímabil hefur hún spilað með, og verið í lykilhlutverki hjá, úrvalsdeildarliði Fjölnis.

„Það þarf því ekki að fara mörgum orðum um hversu mikill hvalreki það er fyrir Þór að endurheimta svo sterkan leikmann sem Heiða Hlín er. Heiða Hlín er mjög sterkur og fjölhæfur leikmaður sem fórnar sér 100% fyrir sitt lið og gefst aldrei upp. Þá hefur hún það orð á sér að vera einstaklega öflugur liðsmaður innan vallar sem utan,“ segir í tilkynningu á vef Þórs.

Heiða Hlín mun skrifa formlega undir samning við Þór í næstu viku.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó