Lokahóf handknattleiksdeildar KA og KA/Þórs var haldið í gær á Vitanum. Rut Arnfjörð Jónsdóttir var valin besti leikmaður KA/Þórs og Árni Bragi Eyjólfsson var valinn besti leikmaður karlaliðs KA.
Rakel Sara Elvarsdóttir var valin efnilegasti leikmaður KA/Þórs og Arnór Ísak Haddsson var valinn efnilegasti leikmaður karlaliðs KA. Þá var Martha Hermannsdóttir var valin besti liðsfélaginn hjá KA/Þór og Jón Heiðar Sigurðsson var valinn besti liðsfélaginn hjá körlunum.
„Frábærum handboltavetri var þar fagnað vel og innilega þar sem Íslandsmeistaratitill KA/Þórs stóð að sjálfsögðu uppúr. Karlalið KA getur einnig verið stolt af sínu tímabili en strákarnir stigu stórt skref áfram þegar þeir tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni og ljóst að uppbyggingarvinnan í kringum liðið er áfram í réttu og góðu ferli. Frábærum handboltavetri er lokið og við þökkum öllum þeim sem lögðu hönd á plóg í kringum liðin okkar í vetur fyrir þeirra ómetanlega framlag,“ segir í tilkynningu á vef KA.
UMMÆLI