Knattspyrnumaðurinn Alvaro Montejo mun ekki spila seinni hluta tímabilsins í Lengjudeildinni með Þórsurum. Alvaro fer til Spánar til að hefja undirbúning með liði sínu þar fyrir komandi tímabil eftir næstu þrjá leiki Þórs.
Alvaro mun spila gegn ÍBV, Kórdrengjum og Fjölni en halda svo til Spánar. Þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag. „Ég vil spila á Spáni á næsta tímabili og mun því halda til Spánar eftir leikinn 26. júní (gegn Fjölni).“
UMMÆLI