Í næstu viku hefja þættirnir Ljóðmála á almannafæri göngu sína á N4. Fyrsti þáttur verður sýndur þann 15. júní. Í þáttunum verður ljóðskáldum og kvikmyndagerðarmönnum stefnt saman á ljóðahátíð á skjánum.
Skáldin sem stíga á stokk í þáttunum koma víða að en þó er norðlensk skáld áberandi. Meðal annars koma Akureyrarskáldin Arnar Már Arngrímsson, Eyþór Gylfason, Sesselía Ólafs, Vilhjálmur B. Bragason og Ásgeir H Ingólfsson fram í þáttunum. Að sunnan koma Bergþóra Snæbjörnsdóttir, María Ramos, Loki, Soffía Bjarnadóttir, Þórdís Helgadóttir og Ásta Fanney Sigurðardóttir. Þá koma nokkrirr gestir að utan við sögu þau Tereza Riedlbauchová frá Tékklandi, Jonas Gren frá Svíþjóð og Vestur-Íslendingurinn Darrell Jónsson frá Alaska. Það eru þau Ilona Gottwaldova, Eiríkur Örn Norðdahl og Ásgeir H Ingólfsson sem sjá um að þýða ljóðin og munu öll birtast á skjánum líka.
Kvikmyndagerðarmennirnir sem færa okkur ljóðskáldin heim í stofu eru þau Kári Liljendal, Magnea Björk Valdimarsdóttir, Atli Sigurjónsson, Haukur Valdimar Pálsson, Hallur Örn Árnason og Darrell Jónsson, en sá síðarnefndi sér líka um upptöku í stúdíói í MeetFactory, þar sem Arnheiður Eiríksdóttir og Ásgeir H Ingólfsson kynna dagskrána.
Umsjónarmaður þáttanna er Ásgeir H Ingólfsson. Framleiðendur eru Menningarsmygl og Urban Space Epics. Ljóðaþættirnir eru alls sjö talsins og fóru stúdíóupptökur fram í Meet Factory. Styrktaraðilar þáttanna eru: Miðstöð íslenskra bókmennta, Akureyrarbær og Landsbankinn.
UMMÆLI