Arna Sif er skoskur meistari með Glasgow

Arna Sif er skoskur meistari með Glasgow

Knattspyrnukonan Arna Sif Ásgrímsdóttir varð í gær skoskur meistari í fótbolta með liðinu Glasgow City. Arna var á láni hjá liðinu í vetur.

Arna Sif er komin aftur heim og leikur nú með liði Þór/KA í Pepsi Max deildinni. Hún missti af síðustu leikjum Glasgow á tímabilinu en liðið tryggði sér skoska meistaratitilinn með sigri á Glasgow Rangers í gær.

Arna lék vel með Glasgow í þeim leikjum sem hún spilaði í vörn liðsins. Hún bar fyrirliðabandið í nokkrum leikjum, hélt hreinu í flestum leikjum sem hún spilaði og skoraði tvö mörk.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó