Framsókn

Upptaka nýrrar stjórnarskrár skilyrði fyrir þátttöku í ríkisstjórnEinar Brynjólfsson, oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi

Upptaka nýrrar stjórnarskrár skilyrði fyrir þátttöku í ríkisstjórn

Aðalfundur Pírata í Norðausturkjördæmi var haldinn föstudaginn 4. júní síðastliðinn. Á honum var ályktað að þingflokkur Pírata geri upptöku nýrrar stjórnarskrár, sem byggð verði á tillögum Stjórnlagaráðs, að skilyrði fyrir þátttöku í ríkisstjórn að loknum Alþingiskosningum sem fram fara 25. september næstkomandi.

„Þannig verði lýðræðislegur vilji þjóðarinnar, eins og hann kom fram í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu í október 2012, virtur. Með nýrri stjórnarskrá verði auðlindir Íslands skilgreindar sem þjóðareign og auðlind hafsins endurheimt úr klóm útgerðaraðalsins, sem skeytir hvorki um skömm né heiður. Auðlind hafsins getur hæglega staðið undir stórum hluta hins íslenska velferðarkerfis þannig að þau sem við lökustu kjörin búa fái betri tækifæri til að blómstra og búa við mannlega reisn,“ segir í tilkynningu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó