Framsókn

Götuleikhús á Akureyri í sumar

Götuleikhús á Akureyri í sumar

Leikfélag Akureyrar og Akureyrarbær munu í sumar bjóða skapandi og áhugasömum ungmennum á aldrinum 18 til 25 ára að taka þátt í götuleikhúsi undir leiðsögn leikstjóra og leikmyndahönnuðar.

„Í boði er tækifæri til að starfa að öllum þáttum þess að búa til götuleikhús; allt frá handrits- og hugmyndavinnu til búningahönnunar, tónlistar og leiklistar. Sumarvinnan er ætluð skapandi og hugmyndaríkum einstaklingum sem hafa brennandi áhuga á leikhúsi, dans, hönnun, tónlist, myndlist eða hvers kyns listsköpun og eru óhræddir við að koma fram. Götuleikhús er skemmtilegur og frjór vettvangur til að glæða bæjarlífið lífi með fjölbreyttum uppákomum í sumar,“ segir í tilkynningu

Skilyrði er að umsækjandi eigi lögheimili á Akureyri en nánari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðu Menningarfélags Akureyrar með því að smella hér.

VG

UMMÆLI