Logi Már Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, birti nektarmynd á facebooksíðu sinni í dag. Myndin er tekin af honum þegar hann er aðeins 16 ára gamall í fyrirsætustörfum við Myndlistaskólann á Akureyri. Myndin birtist í dagblaðinu Degi árið 1980.
Kveikjan af myndbirtingunni varð þegar hlustandi hringdi inn í símatíma Útvarps Sögu og greindi frá því að Logi hefði setið kviknakinn í teiknitímum. Logi ákvað sjálfur að birta bara myndina á facebook-síðu sinni og gantast með málið. Þar segir hann marga hafa haft samband við sig, ekki til að óska eftir starfskröftum hans, heldur til að fá það staðfest að þessi fyrirsætustörf hans hafi í alvörunni átt sér stað.
Logi er alveg óhræddur við að birta myndina og hér að neðan sést alþingismaðurinn fyrir 37 árum:
UMMÆLI