NTC

Ráðhústorginu lokað á Siglufirði – Tökur hefjast næsta föstudag á Ófærð 2

Fyrsta sería af Ófærð naut gríðarlegra vinsælda bæði hérlendis og erlendis.

Íbúum Siglufjarðar hefur borist tilkynning frá framleiðslutæmi þáttanna vinsælu, Ófærðar, um komandi götulokanir og lokun ráðhústorgsins um næstu helgi. Tökur á annarri þáttaseríu Ófærðar eru að hefjast föstudaginn næstkomandi. Íbúar Siglufjarðar eru beðnir um að leggja ekki á torginu né taka myndir eða myndskeið af upptökum á torginu. Einnig er reiknað með einhverjum umferðartöfum við nokkrar götur meðan á tökum stendur um helgina.
Hér að neðan má sjá tilkynninguna frá framleiðsluteyminu í heild sinni:

Kæri íbúi Siglufjarðar

Næstkomandi föstudag hefjast tökur á annarri þáttaröð sjónvarpsþáttanna Ófærð. Tökurnar hefjast að sjálfsögðu á Siglufirði og munu standa þar, til næstu mánaðamóta. Eins og áður, viljum við vinna allar framkvæmdir í traustu og góðu sambandi við bæjarbúa og nærsveitunga. Okkur fylgir, eins og síðast, töluvert umstang, götulokanir og mögulegar tafir á umferð. Við munum leggja okkur fram við að halda bæjarbúum upplýstum um hvað sé gerast hverju sinni til að sem minnst óþægindi hljótist af upptökunum.

Við hefjum leikinn, næstu helgi, á Ráðhústorginu. Þar munum við taka upp stórar senur sem munu yfirtaka allt torgið á meðan á undirbúningi og sjálfum upptökunum stendur. Torgið verður því lokað fyrir almennri umferð næstu helgi, bæði laugardag og sunnudag. Einnig óskum við eftir ykkar aðstoð – og biðjum um að engum bílum sé lagt á torginu frá og með föstudagskvöldinu og þangað til að tökum er að fullu lokið á sunnudagskvöldið.  Einnig að engar myndatökur verði á torginu þessa helgi.

Umferðatafir verða á Túngötu, Suðurgötu, Gránagötu og Aðalgötu. Þá stöðvum við umferð, rétt á meðan myndavélin rúllar en hleypum svo í gegn. Hjáleið verður óhindruð um Lindargötu.
Við biðjumst afsökunar á öllum óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.

Besti þakkir fyrir aðstoðina
Framleiðsluteymi Ófærðar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó