U14 lið Skautafélags Akureyrar í íshokkí tryggði sér um helgina Íslandsmeistaratitilinn í A og B liðum. Með sigri U14 liðsins varð ljóst að allir Íslandsmeistarar sem í boði eru í íshokkí í vetur fara til SA.
U16 og U18 ára lið félagsins tryggðu Íslandsmeistaratitla fyrr í maí. SA Víkingar tryggðu þá Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokk karla í lok apríl og kvennalið SA tryggði Íslandsmeistaratitilinn sinn nokkrum dögum þar áður.
UMMÆLI