NTC

Tökur hefjast á Ófærð 2 á Siglufirði

Fyrsta sería af Ófærð naut gríðarlegra vinsælda bæði hérlendis og erlendis.

Aðdáendur sjónvarpsþáttanna Ófærð geta byrjað að hlakka til næstu seríu þáttanna þar sem upptökur eru í þann mund að hefjast á Siglufirði. Þann 14. október næstkomandi verður byrjað að taka upp Ófærð 2.
Vinna við upptökurnar felur í sér að m.a. götum og bílastæðum verður lokað tímabundið víðsvegar um Siglufjörð þegar leikmynd verður komið upp. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur einnig gefið sérstakt leyfi til þess að loka bílastæðum við ráðhústorg tímabundið, til þess að setja dautt fé á ráðhústorgið og fjarlægja málningu af stæði fyrir hreyfihamlaða sem nú stendur við ráðhústorgið.  Eftir að upptökum lýkur verður stæðið málað aftur.

Íbúar Fjallabyggðar verða upplýstir um fyrirhugaðar lokanir og gang mála í dreifibréfum og á samfélagsmiðlum meðan á tökum stendur. Aðstandendur þáttaraðarinnar munu eiga í góðu samstarfi við lögreglu, Vegagerðina, Matvælastofnun, Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra og aðra aðila sem við á hverju sinni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó