Framsókn

Snjóar til fjalla


Fyrsta hret haustsins er væntanlegt á Norðurlandi. Theadór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir „Því er spáð að það muni snjóa fyr­ir ofan 200 metra á Norður­landi,“

Líklegt er að með allhvassri norðanátt í nótt og á morgun og hita um 2 til 5 stig á lálendi fyrir norðan að úrkoma fyrir ofan 200 metra yfir sjávarmáli falli þá sem slydda eða snjókoma.

Við þess­ar aðstæður er lík­legt að það mynd­ist krapi á fjall­veg­um á Norður­landi og seg­ir Theo­dór að veg­far­end­ur ættu að hafa það í huga.

„Þetta er fyrsta vetr­ar­færið sem við fáum á heiðum fyr­ir norðan nú í haust,“ seg­ir Theo­dór en hann brýn­ir fyr­ir fólki að fara að öllu með gát.

„Fólk ætti að aka var­lega og sleppa því að fara ef það er illa búið og færðin er vond.“


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Vestlæg átt, 3-8 m/s. Léttskýjað að mestu um landið austanvert, annars skýjað en þurrt. Hiti 3 til 9 stig að deginum, hlýjast suðaustanlands.

Á föstudag:
Suðaustlæg átt, hlýnandi veður og fer að rigna suðvestanlands, en víða bjartviðri N- og A-til.

Á laugardag og sunnudag:
Suðlæg átt og rigning eða skúrir, en bjartviðri að mestu norðaustantil. Hiti 6 til 11 stig.

Á mánudag:
Snýst til norðlægrar átta með rigningu um mest allt land. Kólnar smám saman.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir norðanátt um landið vestanvert, en austlæari austantil. Rigning og sums staðar slydda á norðurhelmingi landsins en yfirleitt þurrt syðra. Svalt í veðri.

 

Sambíó

UMMÆLI