NTC

Ókeypis heilsufarsmæling fyrir Akureyringa

Akureyri í blíðskaparveðri.

SÍBS ásamt aðildarfélögum og Samtökum sykursjúkra í samstarfi við sveitarfélög og Heilbrigðisstofnun Norðurlands munu bjóða Norðlendingum ókeypis heilsufarsmælingu um helgina, 5.- 7. október.

Mælingarnar ná til helstu áhættuþáttta lífsstílssjúkdóma þar sem mældur er blóðþrýstingur, blóðsykur, blóðfita, súrefnismettun og styrkur auk þess sem boðið verður upp á öndunarmælingu fyrir þá sem mælast lágir í súrefnismettun. Þátttakendum gefst kostur á að svara lýðheilsukönnun. Hjúkrunarfræðingur frá heilsugæslunni verður á staðnum og veitir ráðgjöf og eftirfylgd.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó