Það er af nægu að taka í íslenskri pólitík í dag og margir tekið upp á því að gera gys að ástandinu. Það voru tveir hnyttnir Akureyringar sem fóru að yrkja á víxl á facebook-þræði um helgina og Kaffinu fannst það knúið til að birta vísuna sem úr varð. Höfundarnir hentu í ferskeytlurnar á nokkrum mínútum og voru því ekki að einbeita sér að hefðbundnum bragfræðireglum en útkoman er þó mjög skemmtileg.
10 fúlir framsóknarmenn,
klipptu á naflastrenginn.
Flokkurinn hann finnst víst enn,
en í honum er enginn…
9 spilltir sjallafírar,
sækjast eftir frama.
Gleymdir allir pappírar,
geymdir í Panama…
8 særðir krata drengir,
sólgnir eru í bitling.
Logi sér í stólinn slengir,
með teiknaðan tittling.
7 sósíalista-lingar,
ei listann ná ađ klára.
Klárir ekk’í kosningar,
međ kónginn Gunnar Smára.
6 vinir Simma svekkta,
þyrftu eitthvað gott krem.
Það er eina leiðin þekkta,
til að losna við exem.
5 vinstri græningjar,
vinna bakviđ tjöldin.
Því annars hægri „ræningjar“,
endurheimta völdin.
4 voru í föllnum flokki,
sem framtíð vildi Bjarta.
Ef Óttarr snéri sér aftur að rokki,
engin myndi kvarta.
3 fyrrum ráđherrar,
í stjórn þar sátu þeir.
Einn sagđi, „þiđ eruđ perrar“,
nú eftir voru tveir.
2 Píratar að pæl’í,
pólitísku þrasi.
Þurftu að finna fötu að æl’í,
alveg fökkd af „grasi“.
1 forsætisráđherra,
„ekkert“ viss um ađ
pabb“ans styddi perra
og semdi bréf um þađ.
Enginn eftir í þingsalnum,
er þeirra þörf í raun?
Verst að þeir sem lágu í valnum,
fá spikfeit eftirlaun.
UMMÆLI