Karl Liljendal Hólmgeirsson, sem hefur verið varaformaður Félags ungra Framsóknarmanna, hefur nú sagt sig úr Framsóknarflokknum. Ástæðuna segir hann vera að samstaða flokksins sé klofin. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Karl sendi frá sér í dag. Hann segist ekki eiga samleið lengur með flokknum og hefur þess vegna ákveðið að slíta sambandi sínu við hann.
Tilkynninguna má sjá í heild sinni hér að neðan:
Síðastliðin vika hefur verið mjōg skrautleg og er ég búinn að vera með hnút í maganum um komandi atburði. Staðan hjá mér er sú að mér finnst erfitt að kalla mig Framsóknarmann og sérstaklega þá eftir aðdraganda og atburði kjōrdæmisþingsins á Breiðumýri þann 26.09.17.
Þegar ég bauð mig fram í Félag Ungra Framsóknarmanna á Akureyri og Nágrenis sl. vetur beið ég spenntur eftir að gera mitt besta til að koma jafnvægi í flokknum og einbeita mér að Norðausturkjōrdæmi. Eins og Þórunn Egilsdóttir sagði á þinginu að það þurfi að vera traust og hjálpsemi innan flokksins. Við þær aðstæður í dag sé ég ekki að æðsta fólk flokksins og stór hluti hans muni takast á við það og get ég ekki stutt við það fólk, enda voru það þau sōmu sem stóðu til þess. Frekar en að hjálpast að og sýna hvort ōðru traust þá var gert hið þvert á móti og samstaða flokksins klofin.
Að þeirri niðurstōðu að ég eigi ekki lengur samleið með flokknum ákvað ég að slíta sambandi mínu við Framsóknarflokkinn en óska flokknum alls hins besta.
Karl Liljendal Hólmgeirsson,
Fráfarandi Varaformaður
Félags Ungra Framsóknarmanna á Akureyri og Nágrenis.
UMMÆLI