Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar tilkynnti það í vikunni að hann muni bjóða sig fram fyrir flokkinn í Norðausturkjördæmi.
Samfylkingarfólk í Reykjavík hafði þrýst á Loga að fara fram í annað oddvitasæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi. Í tilkynningu á Facebook síðu sinni segir Logi að þótt han ætli sér að berjast fyrir hagsmunum allra Íslendinga liggji rætur Norðaustur fjórðungi Íslands og þar muni hann því bjóða sig fram.
„Ég er Akureyringur, ættaður frá Eskifirði, hef búið á Húsavík og Ólafsfirði, spilað fótbolta með Árskógsströnd og Grenivík, sótt sjóinn frá Fáskrúðsfirði og spilað á sveitaböllum víða um Norð-Austurland. Þá er mitt aðal heimili á Akureyri, þar búa stelpurnar mínar og köttur. Ég greiði útsvar til sveitarfélagsins sem sér m.a. um menntun barnsins míns.“
UMMÆLI