Vignir Snær Stefánsson til liðs við ÞórGestur Örn Arason formaður knattspyrnudeildar Þórs og Vignir Mynd: thorsport.is/Palli Jóh

Vignir Snær Stefánsson til liðs við Þór

Knattspyrnudeild Þórs samdi í gær við Vigni Snæ Stefánsson. Vignir mun leika með Þórsurum í Lengjudeild karla í fótbolta í sumar.

Vignir lék síðast með Víkingi Ó en hann samdi við Þór til eins árs. Hann er á 25. aldursári. Á vef Þórs segir að hann sé afar fjölhæfur leikmaður sem getur leyst margar stöður. Hann á 69 meistaraflokksleiki að baki með Víkingi Ólafsvík og hefur í þessum leikjum skorað fjögur mörk.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó