Helgina 29. september – 1. október hafa öll sex yngri landsliðs Íslands verið boðuð til æfinga. Auk þess mun Háskólinn í Reykjavík mæla líkamlega getu allra leikmanna. Þá verður boðið uppá fyrirlestur á laugardagsmorgni þar sem komið verður inná ýmsa þætti sem nýtast afreksíþróttamönnum framtíðarinnar.
12 Akureyringar hafa verið boðaðir á æfingar. Hafþór Már Vignisson úr liði Akureyrar og Ásdís Guðmundsdóttir úr KA munu æfa með U20 ára liðum Íslands. KA mennirnir Dagur Gautason og Jónatan Marteinn Jónsson eru í U-18 hóp karla og Margrét Einarsdóttir, Ólöf Marín Hlynsdóttir og Svala Svavarsdóttir úr KA/Þór eru í U-18 hóp kvenna.
Þá eru þau Helga María Viðarsdóttir, Rakel Sara Elvarsdóttir, Arnór Ísak Haddsson, Haraldur Bolli Heimisson og Ragnar Sigurbjörnsson í U-16 hóp hjá kvenna og karla liðunum.
11 leikmenn sem boðaðir hafa verið til æfinga koma úr unglingastarfi KA.
UMMÆLI