NTC

KA/Þór eru deildarmeistarar í fyrsta skiptiMynd: KA

KA/Þór eru deildarmeistarar í fyrsta skipti

KA/Þór tryggður sér deildarmeistaratitilinn í handbolta eftir jafntefli gegn Fram í dag. Leikurinn var æsispennandi en honum lauk með 27-27 jafntefli.

Leikurinn var hreinn úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn en með sigri hefði Fram tryggt sér titilinn. KA/Þór dugði jafntefli.

Markahæst í liði KA/Þórs var Rakel Sara Elvarsdóttir með 10 mörk og Rut Jónsdóttir gerði 8 mörk.

Þetta er fyrsti deildarmeistaratitill KA/Þór. Fram leiddu 17-12 í hálfleik en KA/Þór tryggðu sér jafnteflið og deildarmeistaratitilinn með frábærri frammistöðu í seinni hálfleiknum.

https://www.facebook.com/kaakureyri/posts/10158511703461275
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó