Akureyri og KA hefja tímabilið með sigri

Handboltavertíðin hófst í kvöld og áttu bæði karlalið bæjarins heimaleik en þau leika í Grill 66 deildinni í vetur.

Akureyri fékk ungmennalið Vals í heimsókn í Íþróttahöllina þar sem vel var mætt. Akureyri átti ekki í teljandi vandræðum með ungt lið gestanna þó Hlíðarendapiltar hafi ekki gefist upp fyrr en í fulla hnefana en lokatölur urðu 27-25 fyrir Akureyri eftir að staðan í leikhléi var 15-10, heimamönnum í vil.

Hafþór Már Vignisson fór mikinn í liði Akureyrar og bar af öðrum leikmönnum vallarins.

Valsarar réðu lítið við Hafþór

Það var sömuleiðis vel mætt í KA-heimilið þar sem KA fékk ungmennalið ÍBV í heimsókn. Bjuggust flestir við öruggum sigri hjá reynslumiklu liði KA en óhætt er að segja að Eyjamenn hafi veitt KA harða keppni. Raunar leiddi ÍBV leikinn frá fyrstu mínútu og fram á þá síðustu en með ótrúlegum lokakafla á síðustu sekúndunum tókst KA-mönnum að vinna dramatískan eins marks sigur, 30-29.

Ungstirnið Dagur Gautason var langbesti leikmaður KA-liðsins í kvöld og það var einmitt hann sem skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu leiksins.

 

Dagur Gautason tryggði KA sigur

Fréttin verður uppfærð með markaskorurum þegar leikskýrsla skilar sér í hús.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó