Í kvöld, fimmtudaginn 14. september, kl. 20-23, stendur nemendafélagið Þórduna fyrir skemmtikvöldi í Gryfjunni í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Skemmtikvöldið kemur í stað konu- og karlakvölda sem boðið hefur verið upp á undanfarna vetur og samanstendur dagskráin að nokkru leyti af því sem hefur verið boðið upp á á þeim kvöldum. Bílar, vélsleðar og hjól verða á staðnum, sölukynningar verða á fötum, í boði verður pizza og gos og farið verður í leiki.
Grínistarnir Björn Bragi Arnarsson og Saga Garðarsdóttir munu stýra samkomunni.
Nóg er í gangi í skemmtanalífi Verkmenntaskólans en Pétur Guðjónsson sér um leiklistarnámskeið á þriðjudögum kl. 16:15-18:00 Námskeiðið er fyrir bæði byrjendur og lengra komna og er ætlað sem góður grunnur fyrir prufurnar fyrir leikrit vetrarins, Ávaxtakörfuna, sem verða þann 10.október nk.
UMMÆLI