NTC

Fundur fólksins með hátt í 2000 gesti

Vandræðaskáld fengu mannskapinn til að hlægja á opnunarathöfn hátíðarinnar.

Fundur fólksins var haldinn um helgina, dagana 8. og 9. september, í Menningarhúsinu Hofi en þetta er í fyrsta skipti sem hátíðin er haldin utan Höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt forsvarsmönnum hátíðarinnar voru hátt í um 2000 gestir sem sóttu hátíðina og margir ráðherrar og þingmenn komu gagngert til Akureyrar til að sækja hátíðina.
Rúmlega 70 viðburðir voru hluti af dagskránni og í tilkynningu segir að mikil gleði og ánægja hafi ríkt meðal gesta. Margir höfðu orð á því að hátíðin hefði aldrei lukkast betur en einmitt nú á Akureyri.

VG

UMMÆLI

Sambíó