NTC

Akureyrarbær vill ekki styrkja KFA – Persónuleg framlög halda félaginu af götunni

Grétar Skúli hefur háð baráttu við Akureyrarbæ fyrir hönd KFA.

Grétar Skúli Gunnarsson, kraftlyftingarmaður og starfsmaður hjá Kraftlyftingarfélagi Akureyrar, hefur staðið í ströngu stríði við Akureyrarbæ vegna húsnæðisvandamála félagsins en þeim var gert að flytja úr aðstöðu sinni í Sunnuhlíð í sumar. Grétar segir í færslu sinni á facebook að nú sé loksins komin niðurstaða frá bænum og að hún sé sú að félagið á ekki rétt á styrkjum frá bæjarfélaginu, þrátt fyrir að önnur íþróttafélög hljóti styrki.
Félagið er verulega ósátt við niðurstöðuna og segir einu ástæðuna fyrir því að félagið verði ekki húsnæðislaust sé vegna persónulegra framlaga frá einstaklingum innan félagsins.
Hér að neðan má sjá færslu Grétars í heild sinni:

Fengum niðurstöðu frá bænum á fimmtudaginn. Það er pólitísk afstaða meirihlutans að VIÐ eigum ekki rétt á styrkjum frá bæjarfélaginu eins og önnur íþróttafélög. Og hægt að túlka að þeir álíti okkur ekki íþróttafélag. Getið sent last á Silju Dögg Baldursdóttur en hún er fremst í flokki innan meirihlutans að sjá til þess að félagið okkar fái sem minnst. Minni líka á kosningar næsta haust.
Vill þakka einstaklingum innan félagsins sem ætla að jafna framlag bæjarins persónulega og tryggja þar með að KFA verði ekki á götunni um mánaðarmótinn.
Þetta ferli í gegnum bæinn er búið að vera algjör martröð og ég er feginn að þessu er lokið.
Hlakka til að geta einbeitt mér að byggja upp félagið okkar og fjöldaframleiðslu afreksmanna í lyftingum. Síðan taka fulltrúar félagsins upp þráðinn við nýja embættismenn og bæjarfulltrúa næsta haust eftir kosningar.
Ekki misskilja mig ég er sáttur við pólitíska ákvörðun meiri hlutans. Þetta er góð viðbót fyrir andstæðinga ykkar í næstu bæjarstjórnar kosningum sem vonandi verða stöðu sinni vaxnir.

Sjá einnig:

KFA þarf að flytja úr Sunnuhlíð í sumar

Sambíó

UMMÆLI