NTC

Sjö handteknir vegna frelsissviptingar og líkamsárásar

Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra kemur fram að sjö hafi verið handteknir í gær vegna meintrar frelsissviptingar og líkamsárásar á Akureyri sem átti sér stað aðfaranótt sl. þriðjudags. Þar segir að málið hafi komið
inn á borð lögreglu eftir að fórnarlamb meintrar árásar, karlmaður á fimmtugsaldri, leitaði aðstoðar á Sjúkrahúsi Akureyrar daginn eftir. Viðkomandi aðili er talsvert meiddur og er m.a. rifbeinsbrotinn.

Af þeim sjö sem voru handtekin í gær voru fjórir aðilar, þrír karlmenn og ein kona, úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald. Einum aðila hefur verið sleppt aftur en óljóst er enn hvort að óskað verði eftir gæsluvarðhaldi yfir þeim tveimur sem eftir eru en það mun skýrast í dag. Öll hafa þessi sem handtekinn hafa verið komið við sögu lögreglu áður, sum ítrekað.
Í tilkynningunni segir að rannsókn lögreglu sé í fullum gangi og ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó