Framsókn

Akureyrsk börn hvött til að ganga í skólann


Í gær fór af stað verkefnið „Göngum í skólann 2017“. Grunnskólar á Akureyri taka þátt í verkefninu sem hvetur börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skólanum og auka færni þeirra til að ferðast á öuggan hátt í umferðinni.

Verkefnið er alþjóðlegt en milljónir barna í fleiri en 40 löndum víðsvegar um heim hafa tekið þátt með einum eða öðrum hætti. Hér á landi voru 70 skólar skráðir til leiks á síðasta ári en þátttaka hefur vaxið jafnt og þétt í gegnum árin.

Á heimasíðu Göngum í skólann er hægt að fylgjast með framgangi verkefnisins og meðal annars sjá hvaða skólar eru skráðir. Hægt er að skrá sig fram að hinum alþjóðlega Göngum í skólann degi sem er haldinn hátíðlegur miðvikudaginn 4. október nk.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó