Gæludýr.is

Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti að úthluta SS Byggir lóðum við Tónatröð án auglýsingar

Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti að úthluta SS Byggir lóðum við Tónatröð án auglýsingar

Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti í dag að úthluta SS Byggir umdeildar lóðir við Tónatröð án auglýsingar. Sömu lóðum hafði öðru verktakafyrirtæki verið hafnað um af skipulagsráði núverandi bæjarstjórnar þó sú umsókn hafi verið töluvert umfangsminni í breytingum á skipulagi. Forsendurnar þá voru að útlit og yfirbragð samræmdist ekki nærliggjandi byggð.
Hilda Jana Gísladóttir greinir frá þessu í stöðuuppfærslu á Facebook nú í kvöld og segir:

Á bæjarstjórnarfundi Akureyrarbæjar í dag var á dagskrá ákaflega sérstakt skipulagsmál, sem samþykkt var með sex atkvæðum gegn fimm. Til þess að gera mjög langa sögu stutta þá má segja að meirihluti bæjarstjórnar hafi samþykkt að úthluta einu verktakafyrirtæki fjölbýlishúsalóð án auglýsingar. Til þess að gera söguna aðeins lengri þá fólst ákvörðunin í því að heimila einu fyrirtæki að taka frá einbýlishúsalóðir við Tónatröð, með fyrirvara um að þeim verði breytt í fjölbýlishúsalóðir síðar. Umræddar lóðir hafa hins vegar aldrei verið auglýstar með þeim skilmálum að unnt sé að breyta þar skipulagi og enn er í gildi deiliskipulag sem gerir ráð fyrir einbýlishúsalóðum á svæðinu. Á tíma núverandi bæjarstjórnar hafnaði skipulagsráð öðru fyrirtæki sem sóttist eftir mun umfangsminni breytingum á skipulagi á þessari sömu lóð á þeim forsendum að bygging fjölbýlishúsa á umræddum lóðum samræmdist ekki útliti og yfirbragði nærliggjandi byggðar. Það fyrirtæki hefur nú, skiljanlega, gert athugasemdir við að þeirra hugmyndum hafi verið hafnað en nú ætli sama bæjarstjórn að leyfa öðru fyrirtæki mun meiri uppbyggingu og það án auglýsingar. Það að tryggja jafnræði ætti að vera algjört grundvallaratriði í góðri stjórnsýslu hins opinbera, en því miður hefur bæjarstjórn nú kosið að fylgja ekki þeirri meginreglu . Ég er satt best að segja döpur og slegin yfir því að þetta hafi orðið niðurstaðan. Fyrir fram hefði ég ekki trúað því að meirihluti bæjarstjórnar væri sáttur við að starfa með þessum ósanngjarna hætti. (meðfylgjandi er að ofan; hugmynd fyrirtækisins sem hafnað var og fyrir neðan hugmynd fyrirtækisins sem bæjarstjórn hefur nú ákveðið að heimila að taka frá umræddar einbýlishúsalóðir með fyrirvara um að þeim verði breytt í fjölbýlishúsalóðir)

Fyrri hugmynd sem bæjarstjórnin hafnaði því þær samræmdust ekki núverandi byggð í útliti og yfirbragði
Hugmynd SS Byggir sem bæjarstjórnin samþykkti að úthluta þeim lóðirnar fyrir.
https://www.facebook.com/hildajana/posts/10159878037477526
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó