Framsókn

Samfylkingarhúsið til sölu

Mynd: Hvammur

Hið sögufræga Lárusarhús var nýlega auglýst til sölu. Um er að ræða Samfylkingarhúsið á Eyrinni á Akureyri þar sem lengi var rekin Eyrarbúð.

Jóhann Jónsson formaður stjórnar Samfylkingarinnar á Akureyri segir að stór hluti af fé flokksins fari í að standa undir eðlilegum rekstrarkostnaði og viðhaldi en nú sé komið að of miklu viðhaldi í viðtali við Morgunblaðið. Því var ákveðið á félagsfundi Samfylkingarinnar að skoða hvað stæði til boða.

Lár­us Björns­son tré­smiður reisti húsið árið 1945 og færði Alþýðubanda­lag­inu að gjöf 1975. Húsið færðist inn í Sam­fylk­ing­una við stofn­un henn­ar. Lárus­ar­hús stend­ur á horni Eiðsvalla­götu og Norður­götu og er 402,7 fer­metr­ar að stærð.

VG

UMMÆLI