Örn Ingi Gíslason fær heiðursviðurkenningu Menningarsjóðs Akureyrar.

Örn Ingi Gíslason. Mynd: akureyri.is/ Ragnar Th.

Stjórn Akureyrarstofu hefur ákveðið að veita Erni Inga Gíslasyni fjöllistamanni heiðursviðurkenningu Menningarsjóðs Akureyrar.

Afhending viðurkenningarinnar fer fram á morgun, laugardaginn 2. september og verður fyrsti viðburður dagsins á gjörningahátíðinni A!. Afhendingin fer fram í Ketilhúsinu.

Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar Akureyrar mun afhenda viðurkenninguna og að því loknu verður gestum boðið að þiggja léttar veitingar áður en dagskrá gjörningahátíðarinnar heldur áfram í Samkomuhúsinu kl. 15.

Húsið verður opið öllum.

Sjá einnig:

A! Gjörningahátíð haldin á Akureyri í þriðja sinn

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó