Framsókn

Grunur um mansal á veitingastað á Akureyri

Grunur um mansal á veitingastað á Akureyri

Rúv greinir frá því að eigandi veitingastaðar á Akureyri sé grunaður um vinnumansal. Þá leikur grunur á að starfsfólk staðarins fái aðeins greiddar 30.000 kr. á mánuði í laun og borði matarafganga af veitingastaðnum.

Veitingastaðurinn Sjanghæ við Strandgötu er grunaður um mansal en strax fyrir opnun staðarins barst Einingu-Iðju fyrsta formlega ábendingin um að þarna væri ekki allt með felldu. Eigandinn er kínversk kona og starfsmenn eru fimm talsins, einnig frá Kína. Samkvæmt heimildum RÚV leikur grunur á að starfsmönnunum hafi verið lofað góðri atvinnu hérlendis og framtíðarbúsetu á Íslandi gegn því að greiða háa fjárhæð fyrir. Þegar hingað er komið fengu þau aðeins 30.000 kr. í laun, matarafganga af staðnum og þak yfir höfuðið.

Fulltrúar stéttarfélagsins ásamt fleiri opinberum aðilum eru nú að skoða hver það er sem finnur þetta fólk í Kína og kemur því til landsins. Eftirlitsmenn frá Einingu-Iðju fóru á veitingastaðinn klukkan sex í dag með kínverskan túlk til þess að ræða við starfsfólkið. Málið er komið inn á borð lögreglunnar á Norðurlandi eystra, ásamt mansalsteymi lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu.

VG

UMMÆLI

Sambíó