Þór/KA er í frábærri stöðu á toppi Pepsi-deildarinnar eftir öruggan 3-0 sigur á KR í gærkvöldi.
Vel var mætt á Þórsvöll en 544 manns lögðu leið sína á vellinn og fylgdust með enn einum sigri liðsins sem hefur nú tíu stiga forystu á toppi deildarinnar.
Þá var leikurinn sýndur beint á ÞórTV sem hefur nú klippt saman myndband með öllu því helsta úr leiknum. Myndbandið má sjá hér að neðan.
UMMÆLI