Sjáðu fyrsta mark Birkis Bjarna fyrir Aston Villa – Myndband

Birkir Bjarnason kominn á blað með Aston Villa

Akureyringurinn öflugi Birkir Bjarnason var á skotskónum í kvöld þegar hann hjálpaði Aston Villa að vinna 4-1 sigur á Wigan Athletic í enska deildabikarnum en Birkir skoraði fjórða mark Villa.

Þetta er fyrsta mark Birkis fyrir félagið en hann gekk í raðir þess í janúar á þessu ári. Birkir átti mjög góðan leik en auk þess að skora lagði hann upp eitt mark.

Myndband af marki Birkis má sjá hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó