Það hefur verið verulega annríkt hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra þessa vikuna eins og kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar telur hún upp yfir 30 hraðakstra, þrjá meinta ölvunarakstra, talað í farsíma undir stýri, akstur án réttinda og fleira. Einnig voru tvö fíkniefnamál sem komu upp í vikunni, þar sem búnaður til framleiðslu á fíkniefnum og 200 grömm af kannabisefnum voru gerð upptæk.
Það sem vegur þó þyngst í vikunni er gærkvöldið, þegar ökumaður var mældur á 167 km/ á klst. skammt frá Kópaskeri, en leyfilegur hraði á því svæði er 90 km/klst. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið ölvaður undir stýri.
Í tilkynningunni frá lögreglu segir:
,,Mörg alvarlegustu umferðarslysin eru vegna hraðaksturs og aksturs undir áhrifum. Tökum öll ábyrgð – förum eftir umferðarlögum og skiptum okkur af ef aðrir ökumenn eru ekki að fara eftir þeim. Umferðamenning er menning okkar allra !!!“
Tilkynninguna má sjá í heild sinni hér að neðan:
UMMÆLI