Samkvæmt aðalskipulagi Akureyrarbæjar, sem kynnt var á fundi í Hofi í mars, stóð til að byggja 260 nýjar íbúðir í Kotárborgum. Þetta vakti mikla reiði hjá mörgum bæjarbúum sem létu í sér heyra á fundinum og einnig bárust skipulagsráði 42 athugasemdir vegna þessara áforma. Tryggvi Már Ingvarsson, formaður skipulagsráðs, segir í samtali við Rúv að þau hafi brugðist við þessum óánægju röddum og minnkað byggingarsvæðið um helming.
Fólk benti á það að Kotárborgir séu mikið útivistarsvæði og að þar sé mikið fuglalíf, einnig eru þarna klappir sem mynduðust á ísöld sem mörgum fannst fráleitt að ætti að sprengja. Skipulagsráð tók þessum athugasemdum alvarlega og ætla nú að sneiða framhjá klöppunum.
Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á aðalskipulaginu og það fer nú til bæjarstjórnar í skoðun og verður síðar kynnt á öðrum fundi þann 5. september næstkomandi.
Sjá einnig:
.
UMMÆLI