Marína og Mikael með útgáfutónleika á Græna Hattinum

Jazzdúettinn Marína & Mikael blæs til útgáfutónleika á Græna Hattinum, miðvikudaginn 16.ágúst kl.21:00. Tilefnið er ekki af verri endanum en þau senda nú frá sér sína fyrstu plötu. Platan, sem nefnist Beint heim, blandar saman tónlist sem þau urðu ástfangin af í seinni tíð við tónlistina sem þau ólust upp við.

Efniviðurinn er jazz og sönglög en hins vegar leita útsetningarnar á lögunum í tónlistina sem þau hlustuðu á í
æsku. Lögin eru akústísk með sumarlegum blæ og tóna vel við tíðarandann í dag. Allir textarnir eru á íslensku, í
persónulegum frásagnarstíl og oft á tíðum hnyttnir.

Hér að neðan má sjá sýnishorn af plötunni

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó