NTC

Afmáðu getnaðarlim við gíg Hverfjalls

Við gíg Hverfjalls

Mikill fjöldi ferðamanna hefur sótt Mývatnssveit heim í ár líkt og undanfarin ár en um er að ræða einn fjölsóttasta ferðamannastað landsins.

Landverðir í Mývatnssveit hafa þurft að hafa sig allan við í sumar við að afmá áletranir í gíg Hverfjalls en frá þessu segir í Facebook færslu Umhverfisstofnunar þar sem jafnframt segir að landferðir hafi farið annan hvern dag að jafnaði til að fjarlæga nýjar áletranir.

Meðal þess sem ferðamenn hafa gert sér að gamni er að búa til getnaðarlim og stóran broskarl.

Eru umsjónarmenn svæðisins orðnir langþreyttir á að hreinsa upp áletranir eftir einstaklinga og er nú unnið að því að fjölga merkingum sem skýra reglur fyrir fólki en þar fyrir utan eru áletranir í náttúru Íslands ólöglegar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó