Stigamót nr. 5 í fullorðinsflokki verður haldið á Akureyri um verslunarmannahelgina. Mótið verður haldið á Strandblakvelli bæjarins í Kjarnaskógi.
Keppni hefst kl. 8:30 að morgni laugardags en þá spila 1.deildarlið karla og kvennaflokki úrslitaleikir eru um kl.19. Á sunnudaginn keppa lið í 2.deild. Góð aðstaða er á staðnum fyrir áhorfendur og einnig verður sjoppa á staðnum. Kostar ekkert að horfa eða ganga um Kjarnaskóg og prófa leiktækin eða nýju hoppublöðruna
Upplýsingar um leikjaplan og úrslit má finna á heimasíðu Blaksambands Íslands www.bli.is/strandblak eða facebooksíðu „Strandblak Kjarnaskógur“
UMMÆLI