Þór vann öruggan 2-0 sigur á Þrótti í fjórtándu umferð Inkasso deildarinnar í fótbolta þegar liðin mættust á Þórsvelli í kvöld.
Aron Kristófer Lárusson kom Þórsurum yfir skömmu fyrir leikhlé þegar hann kom boltanum í autt markið eftir stoðsendingu Jóhanns Helga Hannessonar sem vann boltann af miklu harðfylgi eftir langa spyrnu Arons Birkis Stefánssonar.
Gamla brýnið Orri Freyr Hjaltalín tryggði svo sigurinn þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu Arons Kristófers á 71.mínútu.
Afar mikilvægur sigur fyrir Þórsara sem eru nú aðeins fimm stigum frá toppnum en sitja eftir sem áður í fjórða sæti. Smelltu hér til að skoða stöðuna í deildinni.
Þór 2 – 0 Þróttur R.
1-0 Aron Kristófer Lárusson (’41)
2-0 Orri Freyr Hjaltalín (’71)
UMMÆLI