Dagur Gauta markahæstur í gær

Í gær lauk þriðja keppn­is­degi á Ólymp­íu­hátíð Evr­ópuæsk­unn­ar í Györ í Ung­verjalandi. Íslenska drengjaliðið í handbolta spilaði við Spán og sigruðu með 36 mörkum gegn 27 mörkum spánar. Markahæstur var KA maðurinn og Akureyringurinn Dagur Gautason með alls 10 mörk. Allir útileikmenn íslenska liðsins skoruðu mark í leiknum.

Íslenska liðið varð í þriðja sæti í sínum riðli og mun því spila um 5.-8. sæti á mótinu og er næsti leikur á föstudag þar sem liðið mætir Dönum.

Dagur Gautason

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó