Veður hefur verið með eindæmum gott norðaustanlands síðustu daga og féll hitamet sumarsins á öllu landinu í dag. Hitastig mældist 27,7 gráður á Végeirsstöðum í Fnjóskadal um klukkan fjögur í dag. Þá var fyrra hitamet sumarsins einnig í Fnjóskadal en á fimmtudaginn síðasta mældist hitinn þar 25,9 gráður. Síðast mældist jafn heitt og í dag á Eskifirði árið 2012.
Mjög hlýtt hefur verið á Akureyri frá því fyrir helgi og mun hitinn eiga að vera áfram yfir 20 stigunum á morgun. Þegar nær dregur helginni mun þó kólna í veðri en á vef Veðurstofu Íslands er spáð 8 gráðu hita í hádeginu á föstudag.
UMMÆLI