NTC

Marína og Mikael gefa út tónlistarmyndband

Marína og Mikael er íslenskur djassdúett. Marína Ósk Þórólfsdóttir sér um að syngja en hún hefur verið mjög tengd Akureyrsku tónlistarsenunni frá árinu 2011. Síðustu 4 ár hefur hún dúið í Amsterdam í Hollando og stundað djass söngnám við Conservatoríuna þar.

Marína söng lagið „Ég sé Akureyri“ sem gefið var út í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarbæjar. Hún hefur einnig spilaði mikið með Einari Höllu og Rúnari Eff.

Eins og fyrr segir sér hún um sönginn í djassdúettinum Marína og Mikael en það er Mikael Máni Ásmundsson sem spilar með henni þar, á gítar.

Þau sendu nýlega frá sér tónlistarmyndband við lag af væntanlegri plötu, þeirra fyrstu plötu. Platan nefnist Beint Heim. Platan var unnin vorið 2016 og tekin upp í júní 2017 í Sundlauginni, hljóðveri í Mosfellsbæ.

,,Beint heim blandar saman tónlistinni sem við urðum ástfangin af í seinni tíð við tónlistina sem við ólumst upp við í æsku.  Efniviðurinn er tónlistin sem við hlustum og spilum mest í dag, jazz og sönglög.  Hinsvegar leita útsetningarnar af lögunum í áhrifavalda frá æsku okkar, tónlistina sem við ólumst upp við. Útsetningarnar voru að mestu í höndum Mikaels og ég samdi íslenska texta við öll lögin,“ segir María í spjalli við Kaffið.
Platan kemur út 16. ágúst næstkomandi. Haldnir verða útgáfutónleikar á Græna Hattinum á Akureyri sama dag. María og Mikael munu einnig koma fram á hátíðinni Einni með öllu um verslunarmannahelgina á Akureyri.
Þeirra fyrsta myndband er við lagið „Setjumst hér stutta stund“.  ,,Þetta er okkar túlkun á gamla djass laginu „There’s A Lull In My Life“. Sögusviðið er miðnætti á Jónsmessunótt, rómantískt augnablik í íslenskri náttúru.“ Myndbandið gerði Ívar Eyþórsson en það má sjá hér að neðan.

VG

UMMÆLI