Í dag var slegið met í fjölda farþega skemmtiferðaskipa á Akureyri. Tvö skip voru í höfn en alls voru um 6.000 skipsfarþegar í bænum í dag. Frá þessu er greint á vef Rúv.
Sjá einnig: Tjaldsvæðin á Akureyri fylltust
Mikill fjöldi fólks hefur verið á Akureyri síðustu daga en eins og við greindum frá á dögunum voru öll tjaldstæði bæjarins fullbókuð yfir helgina. Hitinn hefur verið yfir 20 gráðum alla helgina og fór hátt í 25 gráður í dag.
Þórhildur Gísladóttur starfsmaður Akureyrarstofu segir að aldrei hafi jafn margir farþegar úr skemmtiferðaskipum í bænum í samtali við Rúv. Síðara skipið hafi upphaflega átt að koma á morgun en hafi óvænt komið í dag.
UMMÆLI