Framsókn

Grunaður um að hafa tekið ljósmyndir í kvennaklefa

Starfsmaður sundlaugarinnar á Sauðárkróki, er grunaður um að hafa tekið ljósmyndir af gestum í kvennaklefa laugarinnar. DV.is greinir frá þessu í dag. Lögreglan á Akureyri aðstoðar lögregluna á Sauðárkróki við rannsókn málsins.

Samkvæmt heimildum DV eru þetta mjög mörg atvik og þau ná yfir margra ára tímabil. Starfsmaðurinn hefur verið sendur í leyfi frá sundlauginni en er enn skráður starfsmaður þar.

Starfsmaðurinn er grunaður um að hafa vistað myndefni í tölvu sinni en verið er að rannsaka hvort hann hafi deilt því frekar á internetið.

Athygli vekur á að þetta er í annað skiptið á nokkurra ára tímabili sem sem mál sem þetta kemur upp í sundlaug í Skagafirði. Svipað mál kom upp í sundlauginni í Varmahlíð árið 2013 þegar starfsmaður var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að fylgjast með sundlaugargestum kvennaklefans þar.

VG

UMMÆLI

Sambíó