Sýningin „Temporary Environment“ opnar í Deiglunni, föstudaginn 28. júní og stendur frá kl. 17 – 20. Einnig verður sýningin opin á laugardaginn 29. júní kl. 13-17.
Sýningin skiptist í sex lítil verk sem Hendrikje Kühne/Beat Klein sýna. Verkin voru gerð í dvöl við Gestavinnustofu Gilfélagsins í júlí 2017.
Myndasýningin „Car Stills“ sýnir breytilegt ástand bílastæðisins frá eldhúsglugganum, sem breytir því í litríkar abstrakt myndbyggingar. Staðlað landslag er viðfangsefni „Contained Surroundings“, myndröð máluð með hjartanu, svörtum og hvítum vatnslitum. Bæði „Bake-a-View“ og „Landscapes with a Sell-by Date“ leika sér með línuna á milli mikilfengleika málverksins og hversdagleika þess. „The First and the Last of its Kind“ samanstendur af tugum klippimynda í fuglslíki búin til úr notuðum matarpakkningum. „Pop-up Distraction“ fjallar um hið fullkomna landslag eins og er sýnt á póstkortum og bætir við ertingu.
Sýningin er partur af Listasumri og er styrkt af Akureyrarstofu.
UMMÆLI