Þórsarar unnu dramatískan sigur á Selfyssingum þegar liðin mættust á JÁVERK-vellinum á Selfossi í dag í þrettándu umferð Inkasso-deildarinnar í fótbolta.
Heimamenn í Selfossi komust yfir á lokamínútum fyrri hálfleiks en nýjasti liðsmaður Þórs, Stipe Barac, jafnaði metin snemma í síðari hálfleik. Aftur komust heimamenn yfir á 73.mínútu en Þórsarar efldust í kjölfarið og unnu að lokum 2-3 sigur en sigurmarkið, skorað af Jóhanni Helga Hannessyni, kom úr síðustu spyrnu leiksins.
Þórsarar eru því í 4.sæti deildarinnar, fimm stigum frá 2.sætinu.
Selfoss 2 – 3 Þór
1-0 James Mack (’43)
1-1 Stipe Barac (’54)
2-1 Svavar Berg Jóhannsson (’73)
2-2 Gunnar Örvar Stefánsson (’78)
2-3 Jóhann Helgi Hannesson (’92)
UMMÆLI