A! Gjörningahátíð

FC Mývetningur bikarmeistarar Kjarnafæðideildarinnar

Hin árlega bikarkeppni Kjarnafæðideildar KDN fór fram í Boganum í gærkvöldi. Í ljósi þess að liðin í deildinni eru 11 talsins voru í upphafi kvöldsins dregin út fimm lið sem fengu að sitja hjá í 1. umferð keppninnar en hin 6 liðin spiluðu um þrjú laus sæti í 8-liða úrslitum. Liðin sem sátu hjá í 1. umferðinni voru 603, Hati, KS, FC Sopalegir og FC Mývetningur. Spilaðir voru 1x 25 mínútna leikir og gripið var til vítaspyrnukeppni þar sem liðin skildu jöfn. Viðureignir og úrslit 1. umferðarinnar voru eftirfarandi:

Æskan 2 – 0 UMF Sölvi
FC Jattebrä 0 – 0 FC Úlfarnir 010
FC Böggur 0 – 2 Babúska

Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni í viðureign FC Jattebrä og FC Úlfanna 010, en þar sigraði Jattebrä 3-2 og komst þar með áfram í 8-liða úrslit. Viðureignir og úrslit 8-liða úrslitanna voru eftirfarandi:

Hati 0 – 2 Babúska
603 1 – 6 FC Mývetningur
KS 1 – 1 Æskan
FC Sopalegir 3 – 0 FC Jattebrä

Aftur þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni, í þetta sinn í viðureign KS og Æskunnar. Þar hafði KS betur, 3-2, og komst því áfram í undanúrslitin. Viðureignir og úrslit undanúrslitanna voru eftirfarandi:

FC Sopalegir 0 – 2 KS
FC Mývetningur 1 – 0 Babúska

Það voru því KS og FC Mývetningur sem léku til úrslita í bikarkeppninni. Þar hafði FC Mývetningur betur, 2-0, og eru Mývetningar því bikarmeistarar Kjarnafæðideildarinnar 2017. KDN óskar FC Mývetningi innilega til hamingju með sigurinn!

Frétt tekin af www.kdn.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó